Undirbúningur að útboði er hafinn við gjaldtöku bílastæða Háskóla Íslands. Áætlað er að gjaldtaka hefjist um næstu áramót fyrir nemendur og starfsfólk þar sem ræða þarf fyrst við Strætó um U-passa.
Röskva leggur áherslu á að komið verði til móts við stúdenta með U-passa áður en byrjað verði að rukka fyrir bílastæði. Vaka leggst gegn gjaldskyldu, þar sem það leggist þyngra á suma nemendur. Hægt sé að fara aðrar leiðir.