Feminístafélag Háskóla Íslands berst nú fyrir því að gera tíðarvörur aðgengilegri í háskólanum.
Hægt er að kaupa túrtappa og dömubindi í bókasölu stúdenta en hvergi annarsstaðar. Unndís Ýr forseti félagsins og Arnar Gíslason jafnréttisfulltrúi HÍ segja þetta mikilvægt skref fyrir jafnréttisstefnu háskólans en það hefur reynst flókið að koma tillögu femínistafélagsins á framkvæmdarstig.