Heim Fréttir Er lesrými besta nýtingin á plássi háskólans?

Er lesrými besta nýtingin á plássi háskólans?

Hálftómt lesrými í Gimli Mynd: Sæunn Valdís

Þétt setið í opna rýminu í Gimli
Mynd: Sæunn Valdís

Það eru margar klukkustundirnar sem háskólanemar rýna í lesefni og skrifa ritgerðir en nýta þeir lesrými í háskólanum til þess? Er plássið betur nýtt sem smærri fundarherbergi þar sem nemendur geta unnið að verkefnum saman? Lesrými í Gimli hafa verið lítið nýtt að því er virðist þegar gengið er fram hjá en opna rýmið fyrir framan þau er þétt setið nánast öllum stundum. Spurningin er hvort hljóðeinangrandi heyrnartól hafi áhrif á hvar stúdentar velji að læra?

Opin rými nýtist betur

Helga Steinunn og Sólveig
verkefnastjórar nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs
Mynd:Sæunn Valdís

Helga Steinunn og Sólveig verkstýrur nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs eru sammála um það að opnu rýmin eru mun þéttar setin og bentu blaðamönnum á það að einu lesrýminu hefði þegar verið breytt í tölvustofu sem nýtist einnig sem kennslustofa. Opin rými víða á háskólasvæðinu eru þétt setin nemendum sem læra gjarnan saman í hópum.