Helena Erla Árnadóttir íbúi á stúdentagörðunum á Eggertsgötu segir „Það er mjög erfitt að fá bílastæði, sérstaklega þegar ég kem heim úr vinnunni fæ ég aldrei stæði og þarf að leggja á Reykjavíkurvegi eða einhvers staðar annað staðar“.
Á HÍ stúdentagörðunum á Eggertsgötu virðist skorta bílastæði og eru íbúar á Eggertsgötu oft í veseni um hvar þau ættu að leggja bílum sínum.
Samkvæmt Félagsstofnun stúdenta er fjöldi íbúða á Eggertsgötu er 536 en bílastæði 382 sem þýðir að það eru 0,7 bílastæði fyrir hverja íbúð. Bílastæðin voru 405 en út af viðbyggingu leikskóla á svæðinu og stækkun á verslun við garðanna hefur stæðunum fækkað. Auk þess missa íbúar 17 bílastæði vegna framkvæmdar á Eggertsgötu 14-16.
Næstum alltaf eru bílum lagt ólöglega við gula línu, eins og sést á mynd hér fyrir neðan.
Á vefsíðu Rúv kemur fram að Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt að afturkalla gjaldskyldu á bílastæðum við Aragötu, Oddagötu og Sæmundargötu, þær götur eru allar í næsta nágrenni við Eggertsgötuna. Þetta gæti reynst jákvætt fyrir íbúa Eggertsgötu því þá koma aðeins fleiri stæði í nágrenninu sem ekki þarf að greiða fyrir.