Heim Fréttir Lífið á stúdentagörðum: ,,Ég varð ekki var við Krambúðar-Rúnkarann“

Lífið á stúdentagörðum: ,,Ég varð ekki var við Krambúðar-Rúnkarann“

Lífið á stúdentagörðum Háskóla Íslands

Lífið á stúdentagörðum Háskóla Íslands er margbreytilegt og býður upp á einstaka reynslu fyrir bæði stúdenta og aðra íbúa. Arnaldur Bachmann er 22 ára og býr á stúdentagörðum Háskóla íslands. Þar er hann staðsettur á jarðhæð ásamt kærustu sinni, sem er nemandi í Háskóla íslands og hefur komið sér vel fyrir. ,,Það var heppni að fá jarðhæð. Það gerði flutningana miklu auðveldari og það er þægilegt að hafa beinan aðgang að íbúðinni, sluppum við langa og leiðinlega stiga“, segir Arnaldur.

Arnaldur hefur upplifað bæði kosti og galla við að búa á jarðhæð. ,,Við urðum fyrir því óláni að einhver stal sjampói úr baðherbergisglugganum okkar, sem er í þægilegri fjarlægð fyrir þjófa. Það var kannski ekki stórtjón, en óþægilegt engu að síður.“ Að auki nefnir hann ókostina við að deila svölum með reykingafólki. ,,Það er smá pirrandi, en ekkert til að gera stórmál úr því,“ bætir hann við.

Ekki fundið fyrir ,,Campus-stemningunni´´

Hins vegar er félagslífið eitt af helstu kostunum við að búa á stúdentagörðum. Íbúar búa saman í nánu samfélagi þar sem auðvelt er að kynnast nýju fólki og mynda tengslanet. ,,Ég hef persónulega ekki fundið mikið fyrir ‘campus’-stemningunni þar sem ég er ekki nemandi, en kærastan mín upplifir hana sterklega þar sem hún er í skólanum og þekkir marga.”

Stúdentagarðar Háskóla Íslands eru mikilvægur hluti af háskólasamfélaginu, enda skapa þeir umhverfi sem hentar bæði fyrir félagslíf og nám. Íbúar skipuleggja oft viðburði eins og kvöldverðarboð, spilakvöld eða kvikmyndasýningar sem létta á námsálaginu. Á sama tíma býður garðalífið upp á næði fyrir námsmenn. Lesrými og bókasöfn gera fólki kleift að einbeita sér að náminu án truflana.

Stúdentagarðar Háskóla Íslands eru mikilvægur hluti af háskólasamfélaginu, enda skapa þeir umhverfi sem hentar bæði fyrir félagslíf og nám. Íbúar skipuleggja oft viðburði eins og kvöldverðarboð, spilakvöld eða kvikmyndasýningar sem létta á námsálaginu. Á sama tíma býður garðalífið upp á næði fyrir námsmenn. Lesrými og bókasöfn gera fólki kleift að einbeita sér að náminu án truflana.

,,Þetta er alveg nóg fyrir mig„.

Kostnaður er annar mikilvægur þáttur í lífi stúdenta. Stúdentagarðar eru hagkvæmari valkostur en húsnæði annars staðar, þar sem aðgangur að sameiginlegri aðstöðu eins og þvottavélum, eldhúsum og íþróttamannvirkjum er oft innifalinn í leigunni. “íbúðin er ekki stór en við komum inn öllu sem við þurftum; sófa, rúm, borð, myndarramma og sjónvarp. Þetta er alveg nóg fyrir mig.“ Bætir hann við.

Varð ekki var við ,,Krambúðar-Rúnkarann“.

Á stúdentagörðum býr saman gríðarlega stór en samt sem áður samþjappaður hópur. Því er algengt að fólk verði var við ótrúlegustu hluti. Margar sögur hafa breiðst út frá stúdentagörðum sem eru satt best að segja ansi kómískar og yfirleitt af fólki sem hefur farið og fengið sér í glas. Ein slík segir til um að maður hafi notið ástar með sjálfum sér fyrir utan verslun Krambúða innan háskólagarðanna. ,,Maður hefur alveg heyrt ótrúlegustu sögur hérna sem ég hef ekki orðið var við. Ég var t.d. ekki var við „Krambúðar-Rúnkarann“. Það er kannski fyrir bestu að maður varð ekki vitni af því.“

Þrátt fyrir smávægileg óþægindi, segir Arnaldur að dvölin sé almennt ánægjuleg. „Ég hef mjög gaman af því þegar kettir hoppa inn og koma í heimsókn. Þetta er bara partur af því að búa hérna, það gerir svæðið mjög heimilislegt, segir hann og brosir.

Lífið á stúdentagörðum er því bæði krefjandi en á sama skapi gífurlega gefandi, þar sem fólk mætir fjölbreyttum bakgrunni og menningu, allt í bland við daglegt líf háskólanema.