Heim Uncategorized Rannsókn HÍ tilnefnd til verðlauna

Rannsókn HÍ tilnefnd til verðlauna

Vísindagrein eftir fjóra prófessora við Háskóla Íslands um kynjaskekkju í kennslukönnun HÍ hefur verið tilnefnd til besta grein ársins hjá tímaritinu Higher Education Research & Development. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að karlkyns nemendur meta kvenkyns kennara kerfisbundið lægra en karlkyns kennara. Þetta kemur fram á vefsíðu Háskóla Íslands

„Okkur lék forvitni á að vita hvort til staðar væru einhvers konar kynjaskekkjur í kennslukönununum hér á landi, líkt og hefur greinst í kennslukönunum erlendis“ þetta segir einn af höfundum greinarinnar Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, próffessor við Félagsfræði- mannfræði og þjóðfræðisdeild. Meðhöfundar hennar eru Margrét Sigrún Sigurðardóttir, prófessor við Viðskiptafræðideild, Anna Helga Jónsdóttir, prófessor við Raunvísindadeild og Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild.

Greinin heitir „Student evaluation of teaching: gender bias in a country at the forefront of gender equality“

Guðbjörg Linda segir „Við fengum leyfi til að greina kennslukannanirnar Háskóla Íslands árin 2013 til 2017 með hliðsjón af því.  Við notuðum blandaðar rannsóknaraðferðir; megindlegar og eigindlegar.  Í ljós kom marktæk kynjaskekkja varðandi það hvernig kvenkyns og karlkyns nemendur meta kennarar. Karlkyns nemendur eru líklegri til að gefa kvenkennurum lægri einkunnir en karlkennurum. Það gildir einnig um námskeiðum sem eru einungis kennd af konum.  Kvenkyns nemendur gefa hins vegar námskeiðum sem eru kennd af konum svipaðar einkunnir og karlkyns nemendur gefa námskeiðum sem eingöngu eru kennd af körlum. Kennslukannanirnar gefa nemendum kost á að skrifa ummæli um kennarana. Þar kemur í ljós að karlar fá oftar en konur ummæli frá nemendum á grundvelli sérfræðiþekkingar sinnar, á meðan konur fá frekar athugasemdir sem snúa að samskiptahæfni þeirra og þjónustulund við nemendur“.

„Alltaf gaman að fá alþjóðlega viðurkenningu“

Guðbjörg einnig segir að alltaf er gaman að fá alþjóðlega viðurkenningu fyrir störf sín. í þessu tilfelli er um þverfræðilegt samstarf að ræða milli prófessora í félagsfræði, viðskiptafræði, hagfræði og tölfræði. Þessi tilnefning ætti að hvetja til frekari þverfræðilegra rannsókna sem og rannsókna sem beina sjónum að kennslukönnunum og mögulegum kynbundum viðhorfum og væntingum nemenda í garð kennara. Við vonuðumst til að þær kynjabundu væntingar og ólíkt mat á störfum kennara, eftir því hvort um væri að ræða konur eða karla, heyrðu sögunni til. Því valda þessar niðurstöður ákveðnum vonbrigðum.

Verðlaunin fyrir bestu greinina að mati Higher Research and Develpment er 1000 dollarar og verður greinin frí að sjá í þrjá mánuði.