Heim Fréttir Íslenska ríkið styrkir prófessorsstöðu

Íslenska ríkið styrkir prófessorsstöðu

Mynd tekinn frá hi.is
Mynd tekinn af https://www.hi.is/frettir/gudni_kjorinn_forseti_islands

Alþingi samþykkti þann 18. nóvember að íslenska ríkið styrki fyrrum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, í nýju prófessorsstöðu hans við Háskóla Íslands. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis er fjárframlag þess alls upp á 110 milljónir næstu fjögur ár.

Þetta fjárframlag tryggir Guðna rannsóknastöðu í sagnfræði við Háskóla Íslands eftir átta ára forsetatíð.

Guðni snýr aftur

Fram kom í ræðu rektors Háskóla Íslands, Jóns Atla Benediktssonar, þann 15. júní í sumar að Guðni Th. Jóhannesson, fyrrum forseti Íslands, muni snúa aftur til starfa í HÍ sem prófessor í sagnfræði.

Það kom mörgum á óvart þegar Guðni Th. tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi stíga niður af embætti eftir átta ára forsetatíð.

Guðni á rétt á biðlaunum, fullum forsetalaunum, í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti, en að því loknu mun hann taka til starfa í HÍ.

Bæði Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir voru komin á eftirlaunaaldur þegar þau létu af embætti og eru samkvæmt gömlu lögunum með rétt tæpar þrjár milljónir á mánuði í eftirlaun. Hins vegar hefur Guðni ekki sömu réttindi til eftirlauna og forverar sínir. Í fyrsta lagi er Guðni aðeins 55 ára gamall og ekki kominn á eftirlaunaaldur. Umdeild lög um laun forseta Íslands, sem og annarra háttsettra embættismanna, frá 2003 voru felld úr gildi eftir hrun, árið 2009. Samkvæmt þessum lögum sem voru felld úr gildi á forseti rétt á eftirlaunum að sex mánuðum liðnum eftir að hann lætur af embætti. Guðni verður því fyrsti forsetinn sem breytt lög munu gilda um.

Samkvæmt þessum nýju lögum mun Guðni aðeins eiga rétt á almennum lífeyri í samræmi við þau iðgjöld sem hann hefur greitt í lífeyrissjóð.

Mynd tekinn af hi.is

Kennarastarfið er ekkert nýtt fyrir Guðna 

Guðni Th. Jóhannesson útskrifaðist með BA-próf í sögu og stjórnmálafræði frá háskólanum Warwick í Englandi árið 1991 og árið 1997 útskrifaðist hann með meistaragráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Áður en Guðni var kjörinn forseti árið 2016 kenndi hann sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

Rannsóknir hans beinast einkum að mikilvægum köflum í íslenskri sögu, þar á meðal þorskastríðunum, efnahagshruninu 2008, forsetaembættinu og ævisögum íslenskra stjórnmálamanna. 

Þessar upplýsingar er hægt að finna á vefsíðunni forseti.is