Heim Fréttir Einmanaleiki meðal erlendra nemenda í HÍ

Einmanaleiki meðal erlendra nemenda í HÍ

Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands býður upp á gjaldfrjálsa félagsráðgjöf fyrir nemendur skólans og fjölskyldur þeirra. Þjónustuna veita nemendur í starfsréttindanámi í félagsráðgjöf, sem vinna undir öflugri handleiðslu reyndra félagsráðgjafa.

Selma Björk Hauksdóttir, ábyrgðaraðili verkefnisins, segir þörfina á þjónustunni mikla. Hún segir algengt fyrir erlenda nemendur skólans að sækja þjónustuna vegna einmanaleika. „Stundum er þetta þá eini staðurinn þar sem þú talar við aðra manneskju, þegar þau koma hingað til okkar“, segir Selma.

Íslenskumælandi nemendur sækja helst félagsráðgjöfina vegna uppeldisráðgjafar, þar sem nemendurnir eiga börn, eða samskiptaráðgjafar.