Heim Fréttir Mikið um að vera á atvinnudögum Háskóla Íslands

Mikið um að vera á atvinnudögum Háskóla Íslands

Atvinnudagar Háskóla Íslands standa nú yfir og hafa gert síðan 3. febrúar og verða til 7. febrúar. Á þessum dögum er lögð áhersla á samtal og tengslamyndun. Viðburðurinn fer aðallega fram á háskólasvæðinu og opnar dyr fyrir nemendur til að kanna sína framtíðarmöguleika.

Þetta er í tíunda skipti sem Atvinnudagar eru haldnir að frumkvæði Tengslatorgs og Nemendaráðgjafar HÍ.

Eins og stendur á vefsíðu Háskóla Íslands er markmið atvinnudaga að veita fræðslu um starfsþróun á meðan á háskólanámi stendur og hvað sé gott að hafa í huga þegar er farið út á vinnumarkað. Það hafa verið allskonar kynningar fyrstu tvo dagana eins og gestum var boðið að kynnast nýsköpunarfyrirtækjum sem eru í leit að starfsfólki og starfsnemum í Grósku síðastliðinn mánudag. Þann 6. febrúar munu fulltrúar átta sveitarfélaga vera með bása á Háskólatorgi þar sem þeir kynna starfsemi þeirra innan sveitarfélaga sinna og svo ljúka atvinnudagarnir næsta föstudag með heimsókn í hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems sem hafa þróað hugbúnaðarlausnir fyrir stjórn flugumferðar í um 30 ár.