Félag lýðræðissinnaðra stúdenta betur þekkt sem Vaka heldur upp á stórafmæli félagsins, laugardaginn 8. febrúar kl. 19:30 í Gamla Bíó, þar sem fyrrverandi og núverandi vökuliðar fagna langri og öflugri sögu félagsins.
„Það mega allir koma í afmælið, þetta er í raun bara að halda upp á það að þetta félag sé enn á lífi, það er alveg ótrúlegt hverju Vaka hefur áorkað á þessum 90 árum,“ Segir Sæþór Már Hinriksson, formaður Vöku.
Saga Vöku
Félagið var stofnað þann 4. febrúar árið 1935 og ætla þau að fagna því að hafa haldið sér uppi svona lengi og telja þau að það sé vegna þess að félagið hefur ekki bundið sig við einhverja pólitíska hreyfingu eða -hugsjón. Félagið hefur starfað í 90 ár óslitið og haft veruleg áhrif á líf stúdenta í Háskóla Íslands.
„Við treystum á lýðræði og frá upphafi hefur félagið gefið út fyrir það að hafna landspólitík í stúdentapólitík þar sem hún snýst um nemendur og hagsmuni nemenda og þá er erfitt að vera með fjöldahreyfingu ef við erum að kenna okkur við einhverja stefnu.“ segir Sæþór.