Heim Nemendafélag vikunnar „Því meiri nörd sem þú ert því meiri rétt áttu til að...

„Því meiri nörd sem þú ert því meiri rétt áttu til að djamma“ – Vélin, stærsta djammfélag Íslands

Nýnema djamm Vélarinnar

Vélin er félag iðnaðar-, véla- og efnaverkfræðinema við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Myrkvi M. W. Stefánsson, meðstjórnandi Vélarinnar, svaraði nokkrum laufléttum spurningum um félagið.

Myrkvi M. W. Stefánsson meðstjórnandi Vélarinnar

Hvernig varð nafn nemendafélagsins til? 

Ég hef ekki hugmynd um hvernig það varð til. Upphaflega var þetta bara félag vélaverkfræðinema sem vélin er stytting á. Svo seinna komu iðnaðar- og efnaverkfræði inn.

Ef þú ættir að líkja lífinu í ykkar deild við sjónvarpsþátt, hver væri sjónvarpsþátturinn?  

Einhver sjónvarpsþáttur þar sem er alltaf geggjuð stemning. Vélin er stærsta nemendafélag í deildinni og það er alltaf eitthvað að gerast. Kannski bara the Office, það er alltaf eitthvað geggjað að gerast og eitthvað svona fáránlegt.

Hvert er mottó nemendafélagsins? 

Stærsta djammfélag Íslands.

Hver væri draumavísindaferðin? 

Lockheed Martin. Það er hernaðarfyrirtæki í Bandaríkjunum sem býr til sprengjur. Það er svona „the pinnacle“ af vélaverkfræði. Þangað fara allir bandarísku verkfræðingarnir ef þeir vilja selja sál sína.

Ef félagið ætti lukkudýr, hvað myndi það þá vera? 

Forsetinn, Jóhann Steinn Miller, væri lukkudýrið okkar. Þó hann hætti núna í sumar yrði hann alltaf lukkudýrið.

Hver er eftirminnilegasta vísindaferðin sem af er skólaárinu?

Það verður að vera Marel. Þvílík stemning! 70 eða 80 manns skráðir, Pragma (nemendafélag tækni- og verkfræðinema við Háskólann í Reykjavík) var þarna. Það er góð saga af þessu vísói, stjórn Pragma ætlaði að lauma sér í rútuna okkar. Við vorum með rútu á vísóið en ekki þau.

Hver er stærsti viðburður ársins hjá félaginu? 

Annaðhvort aðalfundurinn eða árshátíðin, sem er haldin með öðrum nemendafélögum í verkfræði. Á aðalfundinum er kosið í nýja stjórn og gerðar lagabreytingar. Það er samt svona „side mission“, annars er þetta bara risastórt djamm fyrir félagsmeðlimi.

Hvar slaka nemarnir í deildinni á? 

Út um allt í VR-II. Við erum með vélastofu en það er enginn í henni.

Vélanemar eru?

Fokking legendary. 

Geta verkfræðinördar djammað?

Heldur betur – því meiri nörd sem þú er því meiri rétt áttu til að djamma.

Vísó hjá Eflu
Halloweenveisla Verkfræði- og náttúruvísindasviðs