Fróði er nemendafélag sagnfræðinema í Háskóla Íslands. Dagný Guðmundsdóttir skemmtanastjóri Fróða svaraði nokkrum spurningum um Fróða og starfsemi þess.
Hvernig varð nafn nemendafélagsins til og hvað þýðir það? Nemendafélagið er nefnt eftir persónunni Fróða úr teiknimyndunum Einu sinni var.
Ef þú ættir að líkja lífinu í ykkar deild við sjónvarpsþátt, hver væri sjónvarpsþátturinn? Cheers, því meirihluti þáttanna gerast á bar.
Hvert er mottó nemendafélagsins? „Stúdó?“
Hver væri draumavísindaferðin? Bandaríska sendiráðið væri mjög fyndið.
Ef félagið ætti lukkudýr, hvað myndi það þá vera? Bókaormur!
Hver er eftirminnilegasta vísindaferðin sem af er skólaárinu Frímúrarareglan, Kínverska sendiráðið og heimsókn á Bessastaði.
Hver er stærsti viðburður ársins hjá félaginu? Annað hvort árshátíðin eða árlega Akureyrarferðin.
Hvar slaka nemarnir í deildinni á? Í baðstofunni á neðstu hæð í Árnagarði. Þar er spjallað um allt milli himins og jarðar í skítugum sófum.
Sagnfræðinemar eru? Drykkfelldir furðufuglar en einnig hið ljúfasta og klárasta fólk.
Af hverju ætti fólk að fara í sagnfræði? Maður lærir svo margt áhugavert og fróðlegt. Einnig lærir maður að hugsa gagnrýnið og láta umheiminn í samhengi. Svo sakar ekki að maður eignast stórskemmtilega vini í leiðinni.