Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt árshátíð síðastliðinn föstudag fyrir alla nemendur skólans. Þema hátíðarinnar var frumsýning og voru gestir hvattir til að klæðast í samræmi við það. Við ræddum við nokkra fulltrúa SHÍ um hverju þau ætluðu að mæta í á rauða dregilinn það kvöldið.