Hvað gerist í skjóli nætur þegar Háskóla Íslands er lokað á kvöldin?
Blaðamaður fylgdist með lífinu á háskólasvæðinu, athugaði framboð á matvörum og draugagang en náði sömuleiðis tali af nemanda sem segist ekki hafa orðið var við neitt skrítið nema einstakling í ástarsorg. Margir nemendur nýta sér það að læra langt fram eftir kvöldi í háskólanum þegar annasamt er í náminu.
Háskóla Íslands er skellt í lás klukkan tíu alla virka daga. Til þess að komast inn eftir þann tíma þurfa nemendur að vera með kort sem veitir þeim aukið aðgengi að byggingum skólans eftir lokun.