Heim Fréttir Gjaldskylda á bílastæðum við HÍ líti niður á hagsmuni nemenda

Gjaldskylda á bílastæðum við HÍ líti niður á hagsmuni nemenda

Nemendur Háskóla Íslands eru óánægðir með fyrirhugaða gjaldskyldu á malarstæðinu við HÍ. Sóley Anna Jónsdóttir, stúdentaráðsliði, segir ferlið hafa verið ruglingslegt og að ekki eigi að koma á gjaldskyldu fyrr en háskólinn geti komið til móts við nemendur á annan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á nemendum skólans sem flestum líst ekki á breytinguna. Kjartan Sveinn Guðmundsson, nemandi í lögfræði, segir gjaldskyldu líta niður á langtímahagsmuni nemenda og háskólans sjálfs.