Síðastliðið haust vakti stúdentahreyfingin Röskva athygli á því að engin gangbraut væri yfir Sæmundargötu. Við götuna er eitt stærsta bílastæði skólans og því fjölmargir nemendur sem leggja leið sína yfir götuna daglega til þess að komast í skólann. S. Maggi Snorrason, röskvuliði og verkfræðinemi, segir gangbrautarleysið bjóða hættunni heim og að það sé ekki ásættanlegt að stúdentar séu í áhættu á háskólasvæðinu.