Kvenkyns starfsfólk Háskóla íslands finnur fyrir meiri streitu í starfi en karlkyns kollegar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri starfsumhverfiskönnun Félagsvísindastofnunar sem var kynnt á upplýsingafundi rektors miðvikudaginn 8. október.
Kynjamunurinn var greinilegur og voru konur líklegri til að segjast vera undir streitu oftast, nær alltaf eða alltaf í öllum þeim spurningum sem spurðar voru. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og koma úr erlendum rannsóknum segir Rektor.
Lang flestir eru þó ánægðir í vinnunni eða 79%. Þetta er í samræmi við niðurstöður seinustu ára.

Streita eykst milli ára
Heilt yfir sögðu 43% starfsfólk háskólans vera undir streitu oftast, nær alltaf eða alltaf. Þetta hlutfall er að aukast á milli ári og var til að mynda 36% þegar þessar kannanir hófust. Einhver munur er á milli sviða háskólans. Greinilegasti munurinn er á milli þeirra sem eru í akademískri vinnu og þeirra sem eru í stjórnsýslu, tæknistörfum eða að sinna rannsóknum. Um 50% starfsmanna sem eru í akademískri vinnu segjast finna fyrir streitu oftast, alltaf, eða nær alltaf en einungis 30% þeirra sem starfa á hinum vettvangnum.

Einnig var tekinn upp svokallaður streitu stigi sem er til þess gerður að starfsmenn geti staðsett sig á honum og gefið stjórnendum vísbendingar um hvar er mikill hætta á kulnun. 24% starfsfólks Háskóla Íslands sögðust vera logandi, bráðnuð eða brunninn sem eru 3 efstu stigin. Inn á síðunni vel virk.is má finna upplýsingar um hvert og eitt stig streitustigans.
Aðgerðir til að bæta ástandið
Silja Bára Ómarsdóttir rektor sagði á fundinum að yfirstjórn ætli að leggja fram tillögur fyrir hverja einingu Háskólans um hvernig bregðast eigi við auknu stressi og álagi. Hver eining á svo að leggja fram tvær til þrjár tillögur til viðbótar um hvernig megi breyta einhverjum þáttum starfsins til að minnka álagið.
Silja segir að þær aðgerðir sem hafa nú þegar verið teknir séu sem dæmi að „kennsluskylda nýrra lektora hefur verið minnkuð til þess að gefa þeim svigrúm til þess að einbeita sér að rannsóknum”. Einnig býðst kennurunum að minnka við sig kennsluskyldu eftir fæðingarorlof til að einbeita sér að rannsóknum og að „starfsfólk stendur til boða stuðningur vegna streitu í starfi á Velferðartorgi skólans.”
Silja segist þó vera bjartsýn á að ná tökum á langvarandi stressi og að auka ánægju starfsfólks.

Vita ekki hver áhrif á nemendur eru
„Við vitum í raun lítið um það hvort stúdentar finna fyrir því álagi sem starfsfólk er undir” segir Silja Bára. Þessar kannanir séu fyrst og fremst að mæla upplifun kennara.

Silja segir þó að samkvæmt könnunum séu nemendur heilt yfir ánægðir með gæði námsins og að skólinn sé með einkunnina 0.84 í ánægjukönnunum. Skalinn nær frá 0 upp í 1.
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við HÍ, segir það óhjákvæmilegt að mikið álag hafi áhrif á kennslu og gæði náms sem nemendur sækja við háskólann. „Það liggur eiginlega í hlutarins eðli að allir þættir starfsins líða fyrir of mikið álag, bæði rannsóknir, kennsla, stjórnun og samfélagsþjónusta.” Sjálf segist hún leggja töluvert meiri tíma í vinnuna en hefðbundið 100% starf. En hún segir að þetta sé ekkert nýtt af nálinni og það hafi verið lengi.
Vanfjármögnun stórt vandamál
Silja segir að það fylgi meira álag með aukinni tæknivæðingu, fjölbreyttari kennsluháttum og stærri og fjölbreyttari nemendahóp en að magn kennara eða fjármagns til skólans ekki stækkað í samhengi við það. Sem dæmi segir hún að hópur fastráðna kennara hafi lítið sem ekkert fjölgað síðastliðinn 10 ár.
Tinna er heilt yfir sammála Rektor og segir að stress og álag sé ekki það sem er mest í umræðunni í hennar nær umhverfi. Þar sé meira verið að ræða aðra þætti líkt og vanfjármögnun stofnunar sem hefur alls kyns leiðinlegar afleiðingar í för með sér. Það geti vissulega aukið stress og álag „en það sem mér finnst verra er að það hefur mjög miklar og skaðlegar afleiðingar fyrir gæði starfsins, bæði kennslu og rannsókna.”

Hún segir að það „hámenntaða og vel upplýsta” fólk sem starfar við Háskólann þurfi oft að vinna undir getu vegna þeirra fjárhagsaðstæðna sem skólinn er í. Það komi niður á gæðum kennslu og að það sé alvarlegt mál. „Allir eru að reyna sitt besta en aðstæður gera metnaðarfullu fólki sem er allt í kringum mig erfitt fyrir”.
Tinna segir þó að starfsandinn sé ansi góður og hafi batnað frá því að hún hóf störf við HÍ.








