Heim Fréttir ,,Aldrei borað jafn langt upp í nefið á mér‘‘

,,Aldrei borað jafn langt upp í nefið á mér‘‘

Fimmtudagsmorgunn var ekki jafn annasamur.

Allri staðkennslu var aflýst í Háskólanum frá 8:00 til 13:00 og því var fámennt á göngum skólans. Stúdentakjallarinn opnaði á hefðbundnum tíma en framan af degi var afar fámennt í kjallaranum.

Halldór Guðmundsson, rekstrarstjóri Stúdentakjallarans, segist hafa áttað sig á að það yrði rólegt þegar hann fékk bílastæði í starfsmannastæði skólans, sem að hans sögn gerist aldrei. Fyrsti viðskiptavinur Stúdentakjallarans kom klukkan tíu mínútur í tólf, fimmtíu mínútum eftir opnun.

Halldór hvetur fólk að mæta í Stúdentakjallarann hvernig sem viðrar, hann segir það einfaldlega skemmtilegra að læra þar.