Íbúar Eggertsgötu fengu tilkynningu frá Félagsstofnun stúdenta þar sem íbúar eru beðnir um að bæta sig í flokkun á ruslinu og hætta að skilja ruslið eftir fyrir framan gámana annars þarf að grípa til ráðstafana sem fela í sér gjaldtöku.
Vísir og DV fluttu fréttir í ágúst um ruslið á stúdentagörðunum. En greinilegt er að sóðaskapur á stúdentagörðum hefur ekki skánað vegna þess að íbúar á Eggertsgötu fengu tilkynningu 15. október sl. um umhirðu og flokkun sorps.
Svör frá Félagsstofnun Stúdenta
Heiður Anna Helgadóttir upplýsingafulltrúi FS svaraði spurningum um tilkynninguna og umgengi um ruslagámana.
Í tilkynningunni er tekið fram að gripið yrði til gjaldtöku ef ástandið á umgengni á ruslinu gangi ekki og þá er verið að meina sérstakt aukagjald sem íbúar þyrftu að borga fyrir en aðeins fyrir þá íbúa sem nota djúpgámastöðvarnar sem um ræðir.
„Ef djúpgámarnir eru við Eggertsgötu væru það íbúar Eggertsgötu.“
Sumir telja að vandamálið liggi hjá Félagsstofnun stúdenta þar sem þau ættu að íhuga að fjölga ruslagámum eða auka tíðni tæminga þeirra til að koma í veg fyrir uppsöfnun á rusli, en Félagsstofnun stúdenta segir að fjöldi gáma sé reiknaður miðað við íbúafjölda og áætlaða rusla-„notkun“.
„Í raun eru fleiri gámar en ættu að vera svo þeir ættu að vera nógu margir ef flokkun væri betri. Erfitt er að fjölga tæmingum, það tekur tíma að fá aukalosun og oftar en ekki er afar stutt í næstu losun. Einnig er aukalosun kostnaðarsöm og við viljum ekki fjölga þeim nema nauðsyn beri til. Það liggur einnig í augum að sá kostnaður rynni út í leiguverð.“
Félagsstofnun stúdenta hafa einnig íhugað ýmsar lausnir við vandamálinu t.d. að breyta samsetningu gáma, að auka fræðslu og kaupa aukalosanir. En eins og staðan er núna eru þau að reyna að virkja íbúa í að flokka rétt og vel. „En það virðist vera grunnurinn að vandamálinu“.
„Við eigum svo eftir að vega og meta hvort það er okkar hlutverk að útvega fræðslu um rétta flokkun á rusli, umfram þær almennu upplýsingar sem íbúar fá í gegnum tölvupósta og heimasíðu“.
Segir ekki íbúum að kenna ef gámarnir eru fljótir að fyllast
Hekla Rán Pálsdóttir, íbúi á stúdentagörðunum telur að það væri óréttlátt að hækka leiguna vegna vandamáls sem Hekla telur rekja til lélegs skipulags FS. „Ef djúpgámarnir eru ítrekað fullir þá verður bara að skipuleggja þetta betur, flýta tímanum sem þeir eru tæmdir eða slíkt“.
Hekla flutti á stúdentagarðana um miðjan júlí sl. og hefur ekki lent í því oft að það sé ekki hægt að henda í ruslið hjá sér „Ef ég kem að fullum gámi í almenna ruslinu myndi ég fara í gámana sem eru á milli Sæmundargötu 18 og 20“ en Hekla myndi sleppa því að henda í ruslið ef það væri plastið og pappinn sem væri fullt og taka ruslið aftur inn til sín.
Það sem Hekla hefur tekið eftir á Sæmundargötu er að stundum eru pappagámarnir alveg troðfullir og að það flæði alveg úr þeim, einnig vanti lok á suma gámana sem yrði slæmt í roki, þá myndi allt fara á flug.
„Ef djúpgámar eða venjulegir gámar eru fljótir að fyllast er það ekki íbúum að kenna, það þarf bara að forgangsraða og tæma gámana oftar“.
„Ekki hægt að kenna íbúum um þar sem rót vandamálsins liggur í stýringu þeirra“
Berglind Stefánsdóttir er íbúi á Hótel Sögu og á hins vegar erfitt með að fara út með ruslið þar sem gámarnir eru yfirleitt fullir. „Að mínu mati eru þeir oftar fullir heldur en í sæmilegu ástandi“.
Berglind viðurkennir samt að þegar ruslið er fullt þá leggur hún ruslið sitt annað hvort ofan á topp flóðsins eða finnur sér leiðir til að troða því inn í flóðið. „Ég fer síður með ruslið aftur inn til mín vegna hreinlætisástæðna bæði vegna þess að það er erfitt að lofta út yfir daginn vegna framkvæmdanna fyrir utan sem skila inn sóti og vondri lykt, ég vil helst ekki blanda ruslalyktinni með í fnykinn“.
„Að mínu mati væri hægt að bæta þetta með því að fjölga ruslagámunum fyrir bygginguna okkar, við erum allt of mörg á Hótel Sögu fyrir þennan fjölda ruslagáma sem fyllast á aðeins örfáum dögum“ og lenda íbúar oft í því að gámarnir eru ekki tæmdir vegna lélegs umgengis.
Áætlað er að setja djúpgáma hjá Hótel Sögu en finnst Berglindi ekki líklegt að það gerist vegna þess að það er búið að lofa íbúum á Sögu ýmsu en ekkert gert.
„Mér finnst að ekki sé hægt að alfarið kenna íbúum um aðkomuna á ruslatunnunum hjá okkur þar sem rót vandamálsins liggur í stýringu þeirra“ og finnst Berglindi að það ætti frekar að úthluta fleiri tunnum sem eru tæmdar reglulega samkvæmt skipulagi í stað þess að boða gjaldtöku og ekki fá íbúar á Sögu afslátt af leigunni þar sem byggingarframkvæmdir hafa áhrif á daglegt líf þeirra.
Berglindi finnst það óboðlegt að boða leigjendum að taka upp aukagjald vegna ruslsaðstæðna og heldur því fram að það bætist ekki nema umsjónaraðilar lagi vandamálið sem liggur hjá þeim um ruslið.