Vaxandi áhugi á heilsueflingu og þróun á sviði íþrótta virðist hafa drifið fram fjölbreyttari valkosti fyrir námsmenn. Í viðtali við nemanda sem stundar nám á íþróttabraut kom fram að margir nemendur stefndu í þjálfarastörf, þó að sérstakur áhugi virðist einnig vera á íþróttakennslu og á rannsóknarsviði. „Ég myndi segja að flestir séu að velja kennarann og séu bara að taka áfanga sem hægt er að taka auka til að fá þjálfaragráðuna líka. Þá ertu í rauninni með réttindin til að kenna og þjálfa.“ Sagði Jón Kristinn Ingason, nemandi í íþróttafræði við Háskóla Íslands.
Með vaxandi umræðu um heilsu, hreyfingu og æfingafræði hafa fleiri sýnt áhuga á námi sem snýr að þessum sviðum. Fyrir væntanlega nemendur virðast opnast fleiri tækifæri en einungis hefðbundin þjálfun. Ekki er aðeins spurningin hvað drægi fólk í námið heldur líka hvert ætlunin sé að fara eftir útskrift. Sóknarfærin hafa breikkað, og margir nemendur stefna út fyrir þjálfara- og kennarastörf