„Ég tel að innkoma gervigreindar inn á verkfræði sviðið sé aðeins jákvæð þróun“ segir Jóhann Kristjánsson nemi á 3.ári í byggingarverkfræði HÍ.
Frá því að ChatGPT og Midjourney komu fyrst fram á markað árið 2022 hefur orðið bylting í mörgum atvinnugreinum sem og námi, þar sem allir og ömmur þeirra eru enn að leita eftir ákveðnu jafnvægi til að geta nýtt gervigreindina sem hjálpartæki.
En hvað með störf og nám eins og verkfræði. Verkfræði er fræði- og starfsgrein þar sem er gríðarleg sérfræðiþekking og þungt nám er að baki. En getur gervigreindin ekki gert allt sem vel menntaður verkfræðingur getur gert?
„Ég nota persónulega gervigreindina til þess að hjálpa mér með kóða og forritun og þar eftir götum. Það þarf alltaf einhvern með þekkingu til þess að fóðra gervigreindina með upplýsingum hverju sinni”, segir Jóhann.
Neikvæðni er eitthvað sem virðist fylgja gervigreindinni mikið í samfélaginu í dag. Ótti og hræðsla við þetta nýja fyrirbæri. Margir skólar eiga í vandræðum við að beisla svona mikla nýjung. En er hægt að nýta sér gervigreindina sem meinlaust hjálpartæki í verkfræði námi?
„Gervigreindin getur klárlega hjálpað mikið til við að stytta vinnu eins og í forritun og forritunarvinnslu. En ég er t.d. að læra byggingarverkfræði þá er kannski minna um það. Sem gott dæmi þá er gríðarlega þægilegt að nota gervigreindina við aðferðafræðina ´Finite Element Method´. Gervigreindin hjálpar afar mikið að vinna úr því”.
Lykilatriði við notkun gervigreindar er að það þarf alltaf einhver að mata upplýsingarnar í hana svo hún geti unnið úr þeim og komist að niðurstöðu. Því er verkfræði sviðið fínn vettvangur til að nýta sér gervigreindina sér til aðstoðar. En sem byggingaverkfræðingur, telur Jóhann að aðrar verkfræðigreinar finni fyrir meiri áhrifum gervigreindar?
„Eins og ég kom inn á, með forritun og forritunarvinnslu. Þá tel ég áhrif gervigreindar liggja klárlega mest hjá hugbúnaðar- og tölvunaverkfræði. Greinarnar sem vinna að mestu í forritunarsmíði og vefi. Einnig rafmagns- og tölvunaverkfræði. Þessar greinar finna klárlega mest fyrir innkomu gervigreindar”.
Eitt er víst að gervigreindin er kominn til að vera. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun hennar næstu árin, að sjá hversu mikil áhrif hún mun hafa hliðstæða námi og framvindu þess. Það góða og hið slæma.
„Ég tel að gervigreindin komi aðeins að góðu í verkfræðinámi. Bara hvernig er hægt að beita henni til að flýta fyrir leiðinda vinnu og einbeita mér að mikilvægari málum í vinnuferlinu. Því er frábært að hafa hana í hönnunarferlinu og öllu sem við tengist byggingum í mínu tilfelli. Ég sé bara jákvæðu hliðina með innkomu gervigreindar”, segir Jóhann Kristjánsson.