Stundakennarar annast stóran hluta kennslu innan Háskóla Íslands, hins vegar eru stundakennarar ekki með sitt eigið stéttarfélag. Margir hverjir upplifa að hagsmuna sinna sé ekki gætt, starfið sé krefjandi og kjaramálin ekki í samræmi við vinnuálag.
,,Já það er afar skrítið að það er enginn sem vinnur að okkar baráttu og á í kjaraviðræðum við skólann fyrir okkar hönd, það er í rauninni bara undir skólanum komið hvað við fáum greitt fyrir okkar vinnu.’’ Segir Védís Ragnheiðardóttir, stundakennari við Háskóla Íslands. ,,Það hafa ýmis félög eins og til dæmis nýdoktorafélagið reynt að taka slaginn fyrir okkur en það hefur ekki gengið hingað til’’
Samkvæmt tölum Háskóla Íslands frá 2021 eru um 3073 stundakennarar sem starfa í Háskólanum. Það er því óhætt að segja að án stundakennara myndi stór hluti af kennslu innan skólans ekki ganga. Stundakennarar sjá margir hverjir alfarið um námskeið en fá ekki greitt í samræði við það. ,,Við fáum greitt um það bil 4 klukkustundir fyrir hvern 40 mínútna fyrirlestur, en í því er náttúrulega undirbúningur fyrir kennslustundina, yfirferð verkefna og að svara tölvupóstum frá nemendum. Ef vinnutíminn fer yfir 4 klukkustundir þá ertu í rauninni að vinna sjálfboðaliðastarf’’ Segir Védís en hún tekur það einnig fram að það sé undir hverju sviði komið að ákveða hvort stundakennarar fái aukalega greitt fyrir að fara yfir verkefni, á mörgum sviðum sé það ekki gert. ,,upplifun margra stundakennara er sú að okkar hagsmuna sé ekki gætt í starfinu og kjaramál séu ekki í samræmi við vinnuálag.’’