Fjarnámsleiðir í grunnnámi við Háskóla Íslands eru takmarkaðar miðað við framboð náms fyrir staðnema. Patryk Lukasz Edel, fulltrúi stúdentaráðs á félagsvísindasviði segir það bitna helst á fólki af landsbyggðinni, foreldrum, fólk með veikindi eða þeim sem þurfa að vinna með námi.
Tuttugu og tvær fjarnámsleiðir eru í boði í grunnámi við Háskóla Íslands. Þær eru allar á mennta- félags- og hugvísindasviði. Á tímum Covid var framboð fjarnáms við Háskólan töluvert meira og skilja nemendur ekki hvers vegna framboð sé svo takmarkað þegar sýnt hefur verið fram á að auðvelt sé að kenna fleiri námsleiðir á netinu.