Háskóladagurinn mun fara fram í HÍ næsta laugardag og þar verða um það bil 400 námsleiðir kynntar í ár á grunn- og framhaldsstigi. Dagurinn er umfangsmikill þar sem búist er við þúsundum gesta. Blaðamaður ræddi við Birnu Ósk Hansdóttur, viðburðastjóra hjá Háskóla Íslands, um hvað felst í því að skipuleggja daginn.
„Það þarf að koma öllum þessum deildum og básum fyrir á samt sem minnstu svæði þannig að gestirnir sem koma á Háskóladaginn þurfi ekki að fara of víða,“ segir Birna.
Fimm aðrir háskólar verða með kynningar í HÍ þann 1. mars. Fulltrúar Háskóla Íslands munu fara út á land á næstu dögum að kynna námsleiðir skólans fyrir nemendum landsbyggðarinnar.
Hægt er að skoða dagskrá Háskóladagsins á síðunni þeirra.