Heim Fréttir Handritssýning í Eddu

Handritssýning í Eddu

Edda, hús íslenskunnar var tekið í notkun þann 20. apríl 2023. Byggingin er 6500 fermetrar og var reist til þess að hýsa starfsemi Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku – og menningardeild Háskóla Íslands. Morgunblaðið greindi frá því að húsið á sér langan aðdraganda en fyrsta framlag til byggingar þess var ákveðið á Alþingi árið 2005.

Árið 2008 var haldin hönnunarsamkeppni um útlit og loks 2013 stakk þáverandi menntamála – og forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir niður fyrstu skóflunni á byggingarsvæðinu. Það stóð tómt um nokkurn tíma en var verkinu meðal annars frestað vegna efnahagshrunsins.

Edda er miðstöð rannsókna í íslenskum fræðum, bókmenntum og sögu. Áætlað er að flytja alla starfsemi Árna Magnússonar í Eddu og eru sérhönnuð rými til dæmis fyrir sýningu og varðveislu, rannsóknir og sýningu á fornum skinnhandritum. Hún ber titilinn Heimur í orðum: Sýning í mótun og er það skoska fyrirtækið Studio MB sem sér um hönnun sýningarinnar. Tilgangur hennar er að opna fyrir hinn lokaða heim handritanna og sýna ríkulegt innihald þeirra. Sýningunni er skipt upp í fimm meginkafla.

Fyrsti kafli sýningarinnar greinir frá sköpun heimsins. Nú til dags er svarið Miklihvellur en á tímum handritanna réði Biblían miklu um hugmyndir Íslendinga. Annar kafli er Yst sem innst en þau handrit segja frá hugmyndum um líf og eðli manneskjunnar og samband hennar við hið æðra vald.

Þriðji kafli, Út og suður, snýst um heimsmynd landnámsmanna í goðafræði. Sá fjórði er Vér og þér um munnleg kvæði og munnlegar sögur milli manna og hvernig ritmenningin varð til við kristnitökuna. Síðasti kaflinn segir frá Endalokum heimsins. Loftslagsbreytingar eru mögulega að gera jörðina óbyggilega en í handritunum er sagt að heimurinn fuðri upp í eldi og endurfæðist.