Heim Fréttir Háskólanemar hafa mismiklar áhyggjur af áhrifum Trumps

Háskólanemar hafa mismiklar áhyggjur af áhrifum Trumps

Háskólanemar hafa mismiklar áhyggjur af áhrifum Trumps
Háskólanemar hafa mismiklar áhyggjur af áhrifum Trumps

Mikil óvissa ríkir í heimsmálunum og hefur Donald Trump enn frekar aukið á þær áhyggjur með ögrandi yfirlýsingum og hótunum. Ekki síst í garð minnihlutahópa. Margir telja að stjórnartíð hans muni auka átök á alþjóðavettvangi, en háskólanemar eru ekki á einu máli um möguleg áhrif.

Sumir óttast að stefna Trumps muni stuðla að auknum óstöðugleika og grafa undan alþjóðlegri samvinnu, á meðan aðrir telja líklegt að áhrif hans verði minni en margir spá.

Arnbjörg Júlía Lýðsdóttir lýsir verulegum áhyggjum af því að Trump gæti komið sér í einræðisherrastöðu, tekið öll völdin og breytt lögum að vild. Þá telur hún einnig hættu á að afskipti hans af alþjóðamálum geti stuðlað að enn frekari útbreiðslu stríðsins í Úkraínu.

Hildigunnur Ingadóttir lítur þó málið jákvæðari augum á þessu óvissustigi. Hún telur að völd Trumps séu ekki jafn mikil og margir vilja meina. Að hennar mati hefði hugsanlega orðið enn meiri skautun í bandarísku samfélagi ef hann hefði ekki verið endurkjörinn, þar sem nú sjá margir eftir stuðningi sínum við hann. Hún telur jafnframt að þegar forsetatíð Trump lýkur geti þjóðin náð aftur saman, enda sé pólitískur klofningur í Bandaríkjunum gríðarlegur.

Embla Rún Hall hefur hins vegar mestar áhyggjur af því að það sé til fólk sem kýs Trump og styður stefnu hans.Embla og Hildigunnur benda einnig á að auðugir einstaklingar, á borð við Elon Musk, hafi í auknum mæli byrjað að flækja sér inn í stjórnmál og að það sé ekkert mikið verið að hylma yfir þá staðreynd. Þeim finnst það mikið áhyggjuefni.