Heim Fréttir Hetjur og illmenni á árshátíð Röskvu

Hetjur og illmenni á árshátíð Röskvu

Árshátíð stúdentahreyfingarinnar Röskvu fer fram um næstu helgi. Það verður ekki laust við hrekkjavöku blæ á árshátíðinni, sem fer fram rúmri viku fyrir hrekkjavöku, en þemað í ár verður hetjur og illmenni.

Sigurbjörg Lovísa Árnadótttir: Varaformaður Röskvu

,,Árshátíðin okkar er í raun ekki búninga árshátíð og hefur ekki verið, þemað er bara til að skapa stuð. Í fyrra vorum við með 70’s þema og sum mættu í 70’s fötum en önnur ekki. Skreytingarnar verða samt í takt við þemað.’’ Segir Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir, varaformaður Röskvu. Það er því undir hverjum og einum komið hvort fólk vilji klæðast búning eða ekki. 

Guðný Ljósbrá verður veislustjóri kvöldisins

Sigurbjörg segir að gestir á árshátíðinni meaga búast við stanslausu stuði og góðum veislumat. „Ég er ekkert lítið peppuð fyrir þessari árshátíð, dagskráin er stútfull af eintómri veislu og ég get lofað ykkur því að hvort sem að þið mætið í allt prógrammið eða bara partyið um kvöldið, þá verður árshátíð Röskvu staðurinn til að vera á næsta föstudagskvöld,“ segir Guðný Ljósbrá en hún sér um veislustjórn hátíðarinnar. DJ Karítas mun svo þeyta skífum í partýinu ásamt öðrum skemmtiatriðum.

Árshátíðin fer fram í hátíðarsal Gróttu en húsið opnar kl 19 og hefst borðhald klukkan 19:30. Eftir borðhald hefst síðan partý klukkan 22 og verður það fram til miðnættis. Búist er við fullu húsi á árshátíðina en hægt er að skrá sig til borðhalds á árshátíðinni fram til 19. október. Einnig verður hægt að kaupa miða við hurðagættina í partýið klukkan 22.