Heim Fréttir Litríkt fargufubað við Stúdentagarða

Litríkt fargufubað við Stúdentagarða

Gufubað við Ægisíðu. Ísabella/Stúdentafréttir
Gufubað við Ægisíðu. Ísabella/Stúdentafréttir

Fargufuböð eru ein heitasta bylgjan sem nú hefur verið í gangi og bæta þau við flóru útivistarmöguleika sem boði eru á landinu. Fyrirbærið er ekki nýtt á nálinni en hefur nýlega komið til Íslands. Einn slíkur vagn er nú við Ægisíðuna og er heita gufan ásamt slakandi tónlist og einhvers konar kælingu tilvalin fyrir háskólanemendur að kíkja í eftir streytuvaldandi dag.

Rjúkandi Fargufa er gufubað á hjólum sem stofnað var árið 2019 af Hafdísi Hrund Gísladóttur. Hafdís segir í viðtali á Vísi að hugmyndin hafi sprottið upp í Danmörku þar sem ferðagufur séu algengar og að þetta sé hennar tilraun til að koma fyrirbærinu til Íslands. Ýmsir viðburðir eru haldnir daglega fyrir meðlimi gusuklúbbsins svo sem skynfæraögrun, endurheimt, frumkraftar og nakin gufugusa.

Vagninn litríki. Ísabella/Stúdentafréttir

Hver tími er um klukkutími, þeim er skipt upp í þrjár 15 mínútna lotur með kælingu inn á milli. Fargufan stendur því oftast nálægt sjó eða öðrum vötnum sem hægt er að kæla sig niður í.

Nú stendur fargufan við Ægisíðuna og því tilvalið fyrir nemendur Háskólans að kíkja í gufu til að slaka á eftir langan dag.