Heim Fréttir Mygla í kjallara Lögbergs

Mygla í kjallara Lögbergs

Mygla í lögbergi

Starfsmenn Háskólans fengu tölvupóst frá rekstrarstjóra Félagsvísindasviðs í byrjun nóvember um að mygla hefði fundist í kjallara Lögbergs og eru sérfræðingar búnir að einangra kjallarann með sérstökum plastbúnaði og því ekkert aðgengi þangað.

Hins vegar er salerni fatlaðra niðri í kjallaranum sem gerir það að verkum að þau þyrftu að fara í aðra byggingu.

Lyftan í Lögbergi

Mikil tjón eftir vatnsleka

Stofnlögn vatns fór í sundur fyrir utan Háskóla Íslands þann 19. janúar 2021 sem olli því að háskólinn fór á flot. Háskólatorg, Gimli, Lögberg, Árnagarður, Aðalbyggingin og Stúdentakjallarinn urðu fyrir miklu tjóni og þurfti slökkvilið að dæla öllu vatninu út.

Samkvæmt MBL og Vísi þá sprakk vatnsæð sem nýbúið var að endurnýja. Rétt fyrir klukkan 01:00 um nóttina sást í stjórnstöð Veitunnar að þrýstingur hafði verulega fallið. Voru þá starfsmenn sendir þangað til að athuga hvað hafði skeð og var lekinn uppgötvaður.

Rúmlega 75 mínútum eftir að lekinn uppgötvaðist var slökkviliðið búið að stöðva hann og var um 2250 tonn af vatni sem hafði lekið í byggingar háskólans.

Hér er hægt að sjá myndband af lekanum á Vísi.

Myglumælingar í örðum rýmum.

Af öryggisástæðum munu sérfræðingar mæla myglu í kennslustofum, bókasafni og lesstofum en ekki er talið líklegt að það sé mygla fyrir utan kjallarann.

Ekki náðist í sviðstjóra framkvæmda- og tæknimála fyrir frekari upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.