Heim Fréttir Skiptinemar í HÍ

Skiptinemar í HÍ

Háskóli Íslands er vinsæll meðal erlendra nemenda og þá ekki síst skiptinema. Brynjar Þór Elvarsson framkvæmdarstjóri Alþjóðasviðs segir þetta ánægjulega þróun og skólinn er sífellt að vinna að því að bæta námsframboð. Samkvæmt skiptinemum sem fréttamaður stúdentafrétta ræddi við þá er náttúran stór ástæða fyrir því að Ísland varð fyrir valinu en einnig meðmæli frá vinum og enskukunnátta íslendinga.