Heim Fréttir Nýtnir stúdentar skiptast á fötum á Háskólatorgi

Nýtnir stúdentar skiptast á fötum á Háskólatorgi

Skiptifatamarkaður umhverfisnefndar virðist ganga nokkuð vel en sláin er þétt skipuð flíkum um þessar mundir. Sláin er á Háskólatorgi og má grípa með sér þaðan það sem hugurinn girnist og skilja eitthvað annað eftir í staðinn. Standurinn er hugsaður til að draga úr sóun.

Fær að standa meðan hann er í notkun

Skiptifatamarkaðurinn var settur upp sem tímabundin nýjung á vegum umhverfisnefndar í byrjun september eins og fram kom í Stúdentafréttum. Þá var hann aðeins til reynslu en hann fengi jafnvel að standa eitthvað áfram ef stúdentar nýttu sér hann sem virðist tilfellið.

Skiptifatamarkaðurinn í byrjun september.
Ljósm. Sæunn Valdís

Blaðamaður Stúdentafrétta tók mynd af slánni í lok þeirrar viku og var hún ansi fátækleg en nú í lok annar kennir á slánni ýmissa grasa. Greinilegt er að stúdentar nýta sér þessa umhverfis- og sparnaðarvænu leið til að nýta fötin áfram og endurnýja um leið í fataskápnum sínum.