Keppnin Fyndnasti háskólaneminn var haldin á Stúdentakjallaranum í gær. Kjallarinn var þétt setinn enda frítt inn og frír bjór meðan birgðir entust.
Oddur Sigurðarson bar sigur úr býtum. Auk nafnbótarinnar og heiðursins fékk hann hundrað þúsund krónur í verðlaun. „Þetta var verðskuldaður sigur,“ sagði Oddur þegar hann tók við verðlaununum.
Dómnefnd keppninnar skipuðu Steiney Skúladóttir, Guðmundur Einar Láru-Sigurðsson og Inga Steinunn Henningsdóttir.
Félagslífs- og menningarnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa staðið fyrir keppninni Fyndnasti háskólaneminn síðustu ár í samstarfi við Landsbankann.