Rafræn stúdentakort eru nú í boði. Stúdentakort eru auðkenniskort innan háskólasamfélagsins og SHÍ hefur reddað alls konar afsláttum hjá ýmsum fyrirtækjum og eru nú í boði á rafrænu formi.
Einnig er hægt að sækja um kort með aðgang að byggingum háskólans frá 7:30 til 24:00 en til 02:00 á próftíma. Kortin veita einnig aðgang að aðgangsstýrðum bílastæðum við Öskju. Kort með aðgangi kostar að vísu 1500 krónur.
Til að nálgast rafræna nemendaskírteinið þarf að skrá sig og þú færð kortið inn á Aur appið innan nokkurra daga.