Heim Fréttir Rannsókn um mænuskaða hlýtur styrk

Rannsókn um mænuskaða hlýtur styrk

Ingibjörg Tómasdóttir, doktorsnemi í hjúkrunarfræði hefur fengið styrk úr rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur við Háskóla Íslands til að rannsaka aðstæður fólks með mænuskaða á íslandi. Rannsóknin er hluti af doktorsnámi hennar og miðar að því að varpa ljósi á stöðu þessa hóps.

Niðurstöðurnar bentu til þess að þörf væri á dýpri þekkingu á lykilþáttum eins og þvag- og hægðastjórnun, verkjum, síspennu, þrýstingssárum og hreyfifærni. Til að fá betri innsýn í reynslu sjúklinga og þeirra aðferðir til að takast á við þessar áskoranir voru tekin viðtöl við tuttugu einstaklinga með alvarlega fylgikvilla mænuskaða.