Heim Fréttir Stefnt að gjaldskyldu á bílastæðum Háskóla Íslands

Stefnt að gjaldskyldu á bílastæðum Háskóla Íslands

Mynd af stöðumæli í boga Háskóla Íslands

Undirbúningur að útboði er hafinn við gjaldtöku bílastæða Háskóla Íslands. Áætlað er að gjaldtaka hefjist um næstu áramót fyrir nemendur og starfsfólk þar sem ræða þarf fyrst við Strætó um U-passa.

Röskva leggur áherslu á að komið verði til móts við stúdenta með U-passa áður en byrjað verði að rukka fyrir bílastæði.  Vaka leggst gegn gjaldskyldu, þar sem það leggist þyngra á suma nemendur. Hægt sé að fara aðrar leiðir.