Heim Fréttir ,,2% styrkja heims renna til kvenna.“

,,2% styrkja heims renna til kvenna.“

Þetta var ein af þeim staðreyndum sem að Fida Abu Libdeh sagði konunum í Fenjarými Grósku, hugmyndahúsi, síðastliðinn fimmtudag og er ástæðan einfaldlega sú að konur eru ekki duglegar að sækja um þá. Þær komu saman til þess að kynna sér frumkvöðlahraðal Háskóla Íslands á vegum AWE – Academy for Women Entrepreneurs. Þetta er samstarf HÍ, bandaríska sendiráðsins á Íslandi, FKA – félags kvenna í atvinnulífinu og Samtaka kvenna af erlendum uppruna.

Þetta er í fjórða skipti sem að hraðallinn er haldin og höfðu stjórnendur fundarins orð á því að góð mæting var á staðnum. Dagsrkáin hófst með ávarpi frá Jóni Atla Benediktssyni rektor. ,,Það er gríðarlega mikilvægt að auka hlut kvenna í nýsköpun.“ Er það einmitt markmið hraðalsins, að gefa konum kost á að framkvæma hugmynd sem að þær hafa ef til vill setið á lengi.

Erin Concors, almannatengslafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, greindi frá sögu og uppruna AWE. Margar konur hafa stofnað fyrirtæki í gegnum námskeiðið, skilaði það góðum árangri og vildi Erin þess vegna gera námskeiðið alþjóðlegt og aðgengilegt fyrir allar konur. Ekki þarf að hafa neina rekstar – eða viðskiptamenntun til þess að geta tekið þátt og skaffar AWE öll þau verkfæri sem að þarf til.

Dominika Anna Madajczak deildi reynslu sinni af DreamBuilder, netnámskeiðinu sem að AWE býður upp á og sagðist ekki hafa getað þróað sína hugmynd áfram án hjálpar. Þær Sandra Buch og Fida Abu Libdeh, leiðbeinendur námskeiðsins fóru ítarlega yfir skipulag þess. Þær þurftu sjálfar að stofna sín eigin fyrirtæki ,,the hard way“ og hefðu viljað að eitthvað af þessu tagi væri til þegar þær stigu sín fyrstu skref í bransanum.

Opið er fyrir umsóknir AWE hraðalsins og er fresturinn til og með 6. janúar 2025. Eru 20 hugmyndirnar síðan valdar og fá eigendur þeirra að þróa þær áfram í DreamBuilder sem er gjaldfrjálst, Það eina sem að þetta kostar er þinn tími. Sandra og Fida hvetja allar konur til þess að sækja um hvort sem að hugmyndin sé fullmótuð eða ekki.

Veitt eru peningaverðlaun fyrir bestu vinningshugmyndir í flokki einstaklings og liðs í lok námskeiðsins. Getur sá peningur nýst í að stofna fyrirtækið. Ítrekar Fida hversu mikilvægt það er að sækja um og taka þetta fyrsta skref ef að maður hefur áhuga. Þær Fida benda síðan á www.awe.hi.is þar sem er hægt að finna allar upplýsingar um námskeiðið.