Heim Fréttir „Það má bæta við 100 innstungum á hæð“

„Það má bæta við 100 innstungum á hæð“

Innstungur vantar sárlega í Odda, einni af byggingu Háskóla Íslands.

Flestir nemendur nota tölvur, spjaldtölvur og jafnvel síma þega þeir glósa, lesa námsefni og stundum við próftöku.

Það getur verið erfitt að finna stað til að tengja raftæki í lærdómsaðstöðu sums staðar í Háskóla Íslands, meðal annars í Odda.

Nemendur ósáttir

Viktor Máni Hilmarsson

Þrír nemendur í félagsráðgjöf sem iðulega læra þar voru spurð út í þetta.

Viktor Máni Hilmarsson er langt frá því að vera ánægður með aðstöðu nemenda í Odda.

„Stundum væri ég til í að vera í HR frekar en HÍ, af því það eru engar innstungur, engin aðstaða.“

Hann er með gamla tölvu, með lélegri rafhlöðu, og lendir því oft í vandræðum ef hann finnur ekki borð nógu nálægt innstungu. Hann segir jafnframt að þetta sé líka svona á Háskólatorgi þar sem innstungur innbyggðar í borð virka ekki.

„Bara innstungurnar eru mega vesen fyrir mig. Tölvan mín virkar ekki nema hún sé í sambandi. Ég hef oft lent í miklu veseni og enda stundum á að fara upp í tölvustofuna.“

Telma Rut Gunnarssdóttir tekur undir orð Viktors. Hann segir jafnframt að þetta sé líka svona á Háskólatorgi þar sem innstungur innbyggðar í borð virka ekki.

Telma Rut Gunnarsdóttir

„Það er bara ekki nógu mikið af innstungum þarna. Það er málið. Eins og með hringborðin. Það er svo leiðinlegt að þurfa að fara alltaf og sitja við vegginn.“

Oft er mikið af fólki að læra í Odda og setið um hvert borð.

„Það er pirrandi af því maður þarf að færa sig um sæti og kannski er fullt borð.“

Birta Rós Þrastardóttir vill mun fleiri innstungur í Odda og tekur djúpt í árinni.

„Það má bæta við svona 100 innstungum á hæð. Sérstaklega í svona opnum rýmum. Ég var einu sinni að læra og þurfti að færa mig á annað borð til að hlaða tölvuna mína.“

Birta Rós Þrastardóttir

„Ég þurfti að velja á milli símans og tölvunnar um daginn. Þetta er mjög kvíðavaldandi,“ segir hún hlæjandi.

„Nei en að öllu gríni slepptu væri mjög auðvelt að breyta þessu innstungu leysi. Einfaldlega með að setja fjöltengi svo fleiri geti hlaðið á sama tíma.“

Birta bætir við að vinkona hennar taki alltaf með sér fjöltengi að heiman. Eitthvað sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar.