Heim Fréttir Útvarp „Að lesa er ekki eins og að taka vítamín“ – Umdeildar bækur...

„Að lesa er ekki eins og að taka vítamín“ – Umdeildar bækur og bókabönn

Katla Tryggvadóttir er nemandi á síðustu önninni sinni í grunnnámi í almennri bókmenntafræði. Hún er gestur háskólaumræðunnar í þetta skipti þar sem rætt er um umdeildar bókmenntir. Komið er inn á „book tok“-fyrirbærið, bókabönn, hvers konar bækur eru bannaðar?

„Meginreglan um bókmenntir finnst mér vera að þetta er ekki einhliða samband. Þú ert lesandi, þú ert bók og þú ert höfundur. Svo eru fleiri þættir sem spila inn í. Mér finnst að höfundar ættu að vera með ákveðið frelsi til þess að skrifa hvað sem er í rauninni. Hugmyndir eins og „write what you know og ekki what you don’t know“ geta verið smá „toxic“ því það hleypir ekki ákveðnum persónum inn í bækurnar sem fólk skrifar. Þetta snýst svo mikið um samlíðan og samkennd og að leyfa karakterum að vera eins og þau eru. En með samband lesandans og höfundarins þá finnst mér mikilvægt að það sé frelsi í báðar áttir, að frelsinu til að skrifa bókina sé síðan mætt með frelsi almennings til að gagnrýna verkið.“