Í Háskólaumræðum þessa vikuna var rætt um Eflingu og framgang mála í baráttu félagsins fyrir betri kjörum, hvernig umfjöllun fjölmiðla hefur áhrif á umræðuna í samfélaginu, sölu á flugvél landhelgisgæslunnar og ýmislegt fleira.
Gestir þáttarins eru Jón Gunnar Ólafsson nýdoktor í fjölmiðlafræði, Sigrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði og Emil Dagsson doktorsnemi í hagfræði. Þáttastjórnandi háskólaumræðunnar þessa vikuna er Apríl Helgudóttir.