Í Háskólaumræðunni þessa vikuna voru yfirvofandi forsetakosningar helst til umræðu. Mikið var rætt um frambjóðendur og umræðan leiddist einnig út í hinar ýmsu aðrar kosningar sem standa nú yfir eða eru á næsta leyti á landsvísu.
Eins fórum við yfir ránið í Hamraborg og það mikla magn peninga sem þar var rænt.
Gestir vikunnar voru Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskiptafræðideildar og Trausti Fannar Valsson, deildarforseti lagadeildar.
Jóhanna Helga Jensdóttir, framhaldsnemi í blaða og fréttamennsku stýrði umræðum vikunnar.