Heim Fréttir Útvarp Framkvæmdir í Gimli

Framkvæmdir í Gimli

Áætluð verklok á framkvæmdum í Gimli eru í lok febrúar. Síðastliðinn laugardag voru tvö ár síðan mikið vatnstjón varð á jarðhæð Háskólatorgs og Gimli. Aðfaranótt 21.janúar 2021 fór vatnsleiðsla við Suðurgötuna í sundur með fyrrnefndum afleiðingum.

Kristinn Jóhannesson er sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands. Hann sagði að skólinn hafi nýtt tækifærið og gert breytingar á rýmum Gimli. Breytingar í takt við þarfir nemenda.