Heim Fréttir Ný lög og ný netupplifun

Ný lög og ný netupplifun

Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdarstjóri Fjölmiðlanefndar tók þátt í pallborðsumræðum og kom þar inn á þessar nýju reglugerðir og í hverju þær felast.

Opið málþing um upplýsinga- og miðlalæsi var haldið í Grósku í gær og var hluti af dagsskrá í sérstakri fræðsluviku tileinkaðri upplýsinga- og miðlalæsi. Fjölmiðlanefnd stendur að verkefninu og er ætlunin að gera vikuna að árlegum viðburði þar sem áhersla verður lögð á vitundarvakningu á mikilvægi upplýsinga- og miðlalæsis.