Heim Fréttir Óboðinn gestur hreiðrar um sig á Stúdentagörðum

Óboðinn gestur hreiðrar um sig á Stúdentagörðum

Aðkoman á baðherbergi salarins - mynd Alma Glóð

Fjölmargir einstaklingar hafa hvergi húsaskjól í borginni. Hefur það leitt til þess að einhver leitar ítrekað skjóls í sameign á stúdentagörðum. Kurr er í íbúum vegna þess og hefur ítrekað verið rætt um vandann á samfélagsmiðli húsnæðisins. Umsjón Fasteigna hafa svarað kalli íbúa með því að boða uppsetningu öryggismyndavéla og jafnvel hafa einhverjir íbúar boðist til að skiptast á um að vakta sameignina á nóttunni.