Heim Fréttir Verkefnavaka haldin í tíunda skipti

Verkefnavaka haldin í tíunda skipti

Menntavísindasvið
Menntavísindasvið í Stakkahlíð. Mynd ©Kristinn Ingvarsson

Verkefnavaka gegn frestunaráráttu Háskóla Íslands verður haldin í tíunda skipti á bókasafni Menntavísindasviðs, Stakkahlíð. Nemendum HÍ stendur þar til boða að fá einstaklingsmiðaða aðstoð við ýmis verkefni sem þeir eru að vinna. Dagskrá hefst 18:00 fimmtudaginn 29. febrúar og lýkur klukkan 10.

Nemendur á öllum stigum HÍ eru velkomnir. „Hér geta námsmenn fengið hjálp með öll verkefni, frá smærri verkefnum til lokaritgerða. Ekki er gerð krafa á að nemendur séu undirbúnir þegar þeir mæta, þeir sem hafa lent í vandræðum við úrvinnslu verkefna fá hér góðan vettvang til aðstoðar.“ sagði Sigurbjörg Long sem er ein þeirra sem kemur að verkefnavöku þetta árið.

Sigurbjörg Long
Sigurbjörg Long

Í viðtali við Sigurbjörgu Long, ein þeirra sem kemur að Verkefnavöku þetta árið, lýsti eftirvæntingu fyrir viðburðinum og vonast eftir góðri mætingu. „Mætingin hefur verið fín undanfarin ár en við viljum alltaf fá fleiri. Nemendur fá hér tækifæri til að efla þekkingu sem getur auðveldað þeim námið. Á verkefnavökunni verður hagnýt dagskrá þar sem ýtarlega verður fjallað um notkunar á Endnote, heimildarskráningu og nýtingu á gervigreind svo eitthvað sé nefnt.“

Verkefnavaka er að þýskri fyrirmynd en hefur þau ólíkindi að þar stendur hún yfir alla nóttina. Blaðamaður stúdentafrétta spurði Sigurbjörgu hvort það væri á dagskrá að halda viðburðinn að þýskri fyrirmynd á næstu árum. „Þjóðarbókhlaðan hefur opnunartíma til 10 á kvöldin, meðan viðburðurinn verður haldinn þar þurfum við að fylgja þeim tímamörkum. Hins vegar mætti skoða þann möguleika ef verkefnavaka verður haldin á Háskólatorgi“.

„Markmiðið er að eiga góða kvöldstund með nemendum. Það eru fyrirlestrar til hálf 8 en eftir það verður dagskráin á léttari nótum. Nemendur geta þar rætt við starfsmenn, hægt verður að gæða sér á léttum veitingum og boðið verður upp á léttar veitingar “ sagði Sigurbjörg að lokum.

Verkefnið hófst árið 2013 og hefur verið árlegur viðburður fyrir utan árin 2020 og 2021 vegna Covid-19 faraldursins. Eitt af sérkennum verkefnavöku þetta árið er að hún hefur hlotið nýtt nafn, Verkefnavaka gegn frestunaráráttu. Áður var viðburðurinn kallaður Verkefnavaka frestunarpest og ritkvíða. Tildrög nafnbreytingar eiga sér stoð í að nemendur gætu verið betur til fallnir að ná tengingu nýja heitið.

Viðburðurinn hefur vanalega verið haldin á Þjóðarbókhlöðunni verður þetta árið í Stakkahlíð. Sigurbjörg segir það vera vegna sameiningar bókasafns Menntavísindasvið við Þjóðarbókhlöðuna. Verkefnið var fyrst haldið í Stakkahlíð en síðan hefur það verið haldið á Þjóðarbókhlöðunni. Stefnt er að Menntavísindasvið HÍ flytji að öllu árið 2024 í Sögu við Hagatorg þar sem áður var Hótel Saga.

Verkefnavaka er samstarfsverkefni Ritvers Háskóla Íslands, Nemendaráðgjafar Háskóla Íslands, bókasafns Menntavísindasviðs, Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítala, Háskóla Íslands og Landsbókasafn Íslands –Háskólabókasafn.

Mynd frá vefsíðu þjóðarbókhlöðunnar.
Yoga stundað af miklu kappi á verkefnavöku 2022