Heim Nemendafélag vikunnar Anima, villtasta nemendafélagið vill fara á Bessastaði í vísindaferð

Anima, villtasta nemendafélagið vill fara á Bessastaði í vísindaferð

Það er alltaf stuð ef Animanemar eru á svæðinu.

Anima er nemendafélag grunnnema í sálfræði við heilbrigðisvísindasvið HÍ. Dagur Jarl Gíslason, meðlimur í skemmtinefnd félagsins og „Vísógeit“ Animu, sat fyrir svörum um félagið og starfsemi þess.

Hvernig varð nafn nemendafélagsins til og/eða hvað þýðir það? Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki eina einustu hugmynd hvers vegna félagið ber nafnið Anima. Ég myndi samt giska á að þetta tengist sálfræði á einhvern hátt.

Ef þú ættir að líkja lífinu í ykkar deild við sjónvarpsþátt, hver væri sjónvarpsþátturinn? 

Dagur er Vísógeit Animu.

It’s Always Sunny in Philadelphia, því við högum okkur eins og fífl og drekkum nóg af bjór.

Hvert er mottó nemendafélagsins?

Lifðu í lukku en ekki í krukku.

Hver væri draumavísindaferðin?

Á Bessastöðum, mér líður eins og ég og Halla gætum orðið góðir félagar. Mig hefur líka alltaf langað til að sjá forsetaherrann, Björn Skúlason berum augum.

Ef félagið ætti lukkudýr, hvað myndi það þá vera?

Sigmund Freud er auðvitað í merkinu okkar en hann er vissulega ekki dýr. Annars væri ég til í að sjá einn flottan sálfræðipúka sem lukkudýr.

Eftirminnilegasta vísindaferðin var í Kalda brugghús.

Hver er eftirminnilegasta vísindaferðin sem af er skólaárinu?

Við fengum að fara í bruggsmiðjuna Kalda á Akureyri, þar gátum við gengið í bjórdælur og við fengum meira að segja gefins Kaldaglas, það þarf ekki meira til að gleðja mig.

Hver er stærsti viðburður ársins hjá félaginu?

Árshátíðin er alltaf mjög stór og mikil stemning fyrir henni, hún er núna í mars.

 Hvar slaka nemarnir í deildinni á?

Við slökum helst á í Anima-kjallaranum í Odda. Þar er allt til alls, sófar og góður félagsskapur.

Animanemar eru?

Villtir!

Hvar er líklegast að finna Animanema niðri í bæ?

American Bar, einfalt svar. Það er heimabarinn okkar og heimavöllur minn.