Heim Nemendafélag vikunnar Eru viðskiptafræðinemar aðal-djammarar skólans?

Eru viðskiptafræðinemar aðal-djammarar skólans?

Stjórn Mágusar 2024-25. Instagram/rebbimagus

Mágus er félag nemenda í viðskiptafræði við félagsvísindadeild. Félagið er eitt fjölmennasta nemendafélag skólans og er félagslífið mjög öflugt. Leó Már Jónsson, forseti nemendafélagsins, svaraði nokkrum laufléttum spurningum um Mágus.

Hvernig varð nafn nemendafélagsins til og/eða hvað þýðir það?

Mágus er nafn refsins, það er í raun eina skýringin.

Ef þú ættir að líkja lífinu í ykkar deild við sjónvarpsþátt, hver væri sjónvarpsþátturinn?

Örugglega The Office. Við erum skipulögð og með skýr markmið en á sama tíma er þetta bara nemendafélag sem er í kaosi. Við erum alltaf í kjallaranum öll saman, í góðu stuði.

Hvert er mottó nemendafélagsins?

Held það sé bara meira djamm. Hef oft skrifað lengi lifi Mágus svona til að slútta kynningar, en það er í rauninni bara að skemmta viðskiptafræðinemum. Það eiginlega bara drekka drekka drekka, við erum svona þekktust fyrir það

Hver væri draumavísindaferðin?

Eitthvað af stóru fyrirtækjunum í Bandaríkjunun. Epli eða Microsoft, eitthvað svona sem þú ert með gáfuðustu viðskiptamenn í heiminum.

Ef félagið ætti lukkudýr, hvað myndi það þá vera?

Refur, það er bara eitt lukkudýr.

Hver er eftirminnilegasta vísindaferðin sem af er skólaárinu?

Ég hef ekki komist í vísindaferðir á þessu skólaári en ætli það sé ekki Play? Mörgum fannst það skemmtilegt, þar fengum við mestu innsæið inn í fyrirtæki.

Hver er stærsti viðburður ársins hjá félaginu?

Árshátíðin, hún er lang stærst. Hún er 7. mars og verður líklega stærsta árshátíðin sem við höfum haldið.

Hvar slaka nemarnir í deildinni á?

Við erum með herbergi niðri í kjallara fyrir stjórnina og nefndir.

Viðskiptafræðinemar eru…

Ég myndi segja annað hvort djammarar eða fjörugir, mér finnst það skemmtilegt orð.

Ef viðskiptafræðinemar þyrftu að skipta um nemendafélag, hvaða félag mynduð þau fara í?

Ekki neitt, ég bara myndi ekki skipta. Ef Mágus væri ekki til þá örugglega Animu.

Hér eru nokkrar svipmyndir úr félagslífi Mágusinga: