Heim Nemendafélag vikunnar Hvað er það sem er mest heillandi við japanska menningu?

Hvað er það sem er mest heillandi við japanska menningu?

Nemendafélagið Banzai

Banzai (万歳), félag nemenda í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands, hefur verið vettvangur fyrir áhugasama nemendur til að kynnast japönskum menningarheimi. Formaður félagsins, Júlía Sif Jónsdóttir, svaraði nokkrum spurningum um Banzai.

Júlía Sif Jónsdóttir, formaður Banzai

Hvernig varð nafn nemendafélagsins til og/eða hvað þýðir það?

Banzai þýðir bókstaflega „tíu þúsund ár“ og hefur lengi verið notað í Japan til að tjá gleði eða ósk um langt líf. Það er einnig upphrópun sem getur verið notuð til þess að heilsa keisurum.

Ef þú ættir að líkja lífinu í ykkar deild við sjónvarpsþátt, hver væri sjónvarpsþátturinn? 

Það væri sennilega hægt að líkja okkur við Anpanman.

Hvert er mottó nemendafélagsins?

Ég veit það ekki alveg.

Hver væri draumavísindaferðin?

Drauma vísindaferðin væri að heimsækja ICHI-GO jarðaberja landbúnaðfyrirtækið sem ræktar japönsk jarðaber á íslandi.

Ef félagið ætti lukkudýr, hvað myndi það þá vera?

Það væri líklegast Doraemon. Við erum meira að segja með búning af honum.

Nemendafélagið Banzai,

Hver er eftirminnilegasta vísindaferðin sem af er skólaárinu

Við erum því miður ekki búin að vera með neinar vísindaferðir, en við erum að vinna í því.

Hver er stærsti viðburður ársins hjá félaginu?

Það væri Japan festival. Það er hátíð sem fagnar japanskri menningu og kynning fyrir þá sem þekkja hana ekki.

Hvar slaka nemarnir í deildinni á?

Í Eldhúsinu í gamla garði.

Hvernig eru Banzai nemar?

það eru allir svo mismunandi hér. Þetta er fjölbreyttur hópur hann einkennist kannski af því að allir séu hjálpsamir.

Hvað er það sem er svona heillandi við japanska menningu

Það er allskonar. Það eru mikið af spennandi siðum og menningarvenjum sem eru ólíkar hinum íslensku. Ég gæti tala í allan dag um japanska menningu, en ég held að allir væru með mismunandi svar við þessari spurningu.