Heim Nemendafélag vikunnar Nemendur í Stigull eru duglegir á dansgólfinu

Nemendur í Stigull eru duglegir á dansgólfinu

Mesta stuðið á Vísó!

Stigull er nemendafélag stærðfræði- og eðlisfræðinema Háskóla Íslands. Félagslífið í Stigli er afar öflugt. Félagið sér um að skipuleggja viðburði, sem eru nauðsynlegur hluti af félagslífi háskólanema. Sófus Máni Bender, forseti félagsins, svaraði mikilvægum spurningum um félagið og hvað Stigull stendur fyrir.

Hvernig varð nafn nemendafélagsins til og/eða hvað þýðir það?

Félagið okkar hét áður Félag stærðfræði- og eðlisfræðinema, en með tilkomu internetsins fengum við heimasíðuna hi.is/~fsoe, og þá var félagið bara kallað FSOE. Allir voru löngu komnir með leið á þessu og það var svo árið 1998 sem ákveðið var að halda nafnasamkeppni. Stigull hreppti fyrsta sætið og í öðru sæti var svo Cν (lesist Séní). Stigull er línulegt form með hnit allra fyrstu hlutafleiða falls og er notaður til þess að lýsa bratta eða halla falls. 

Ef þú ættir að líkja lífinu í ykkar deild við sjónvarpsþátt, hver væri sjónvarpsþátturinn? 

Cosmos með Neil Degrasse Tyson.

Hvert er mottó nemendafélagsins?

Study hard, play harder.

Hver væri draumavísindaferðin?

Jane Street,  TSMC eða NASA.

Ef félagið ætti lukkudýr, hvað myndi það þá vera?

Tuborg Classic dós! Þjóðardrykkur Stiguls.

Hver er eftirminnilegasta vísindaferðin sem af er skólaárinu

Ábyggilega Landsvirkjun eða Kvikna

Hver er stærsti viðburður ársins hjá félaginu?

Árshátíð Stiguls.

Hvar slaka nemarnir í deildinni á?

Við í Stigli höfum aðgang að stofu í VRII sem við höfum nefnt Epsilon. Félagsmenn nýta stofuna oft til að læra og spjalla við samnemendur. Í Epsilon er líka hægt að kynnast eldri nemendum og spyrja út í heimadæmi.

Afhverju ættu nemendur að íhuga það að fara í Stigull nefndina?

Stærðfræði eru félagsvísindi, þ.e. þau eru ómöguleg án félaga. Maður fær að takast á við alls konar áskoranir í náminu og félagslífið er með því besta í HÍ. Auk þess eru mörg tækifæri til þess að kynnast vinnumarkaðnum á vísindaferðum og efla tengslanetið.

Geta nemendur sótt um að vera í nefndinni

Hægt er að senda á smb26@hi.is. Það verður svo kosið nýja stjórn í byrjun apríl. Hægt er að gerast meðlimur Stiguls með að senda á akb24@hi.is og fá allar uppl þar.

Stigull nemar eru?

Duglegir á dansgólfinu