Heim Uncategorized Búið að opna fyrir umsóknir um námslán

Búið að opna fyrir umsóknir um námslán

Opið fyrir umsóknir um námslán

Stúdentaráð HÍ hefur tilkynnt að nú geti nemendur Háskóla Íslands sótt um námslán fyrir haustönn 2024. 

Hægt er að sækja um námslán rafrænt á heimasíðu Menntasjóðs námsmanna í gegnum ,,Mitt Lán”. Þar birtast einnig allar upplýsingar um lánaferil þinn hjá Menntasjóði námsmanna. Á síðunni er einnig hægt að fylgjast með með stöðu umsókna og skoða láns- og greiðsluáætlun.

Umsóknarfresturinn fyrir haustönn rennur út þann 15. október 2024.

Hvað eru námslán?

Námslán eru hagstæð lán sem geta hjálpað nemendum að fjármagna menntun sína. Námslán veitir nemendum tækifæri til þess að einbeita sér betur að námi sínu án þess að þurfa kvíða fyrir kostnaðinum. 

Gott að hafa á bakvið eyrað

Skilyrði Menntasjóðsins er að umsækjandi verði fjárráða á þeirri önn sem sótt er um námslán fyrir. Umsækjandi gefur sjóðnum grunnupplýsingar um meðal annars tekjur, einingafjölda og fjölskylduhagi og fær gefna lánsáætlun.


Gagnaskil 

Ef þú ákveður að sækja um námslán, verður þú einnig að skila inn þeim gögnum sem sjóðurinn óskar eftir. Nemendur fá tölvupóst frá Menntasjóðinum sem upplýsir þá hvaða gögnum þeim ber að skila. 

Dæmi um gögn sem umsækjandi gæti þurft að skila: 

  • Námsárangur.
  • Þinglýstur húsaleigusamningur.
  • Námsmenn á stúdentagörðum þurfa að skila inn afriti af húsaleigusamningi eða endurnýjuðum samningi. 
  • Innritunarvottorð 
  • Forsjársvottorð

Útborgun námslána

Framfærslulán eru greidd út mánaðarlega eða í lok annar þegar námsárangur annarinnar liggur fyrir. Undir greiðsluáætlun inni á “Mitt Lán” er hægt að finna dagsetningar mánaðarlegra útborgana framfærslulána ásamt upphæð hvers mánaðar. 

Ef námsmaður velur að þiggja samtímagreiðslur (mánaðarlegar greiðslur) er heildarupphæð láns framfærsluláns dreift niður á fjóran og hálfan mánuð.

Hægt er að velja um að fá skólagjaldalán fyrirframgreidd eða í lok annar þegar námsárangur liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um námslán er hægt að finna á vefsíðu Menntasjóðs.

https://menntasjodur.is/namsmenn/namslan/#%C3%9Atborgun-n%C3%A1msl%C3%A1na-