Nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands geta nú sótt um aðstöðu ætlaðri nýsköpunarvinnu í Sprotamýrinni, nýju frumkvöðlasetri Háskóla Íslands í Grósku í Vatnsmýrinni.
Samkvæmt verkefnastjóra verkefnisins er það einn liður í stefnu Háskóla Íslands að efla vinnuaðstöðu svo nemendur og starfsfólk skólans geti unnið að nýsköpunarverkefnum sínum með auðveldum hætti.
Umsóknarfrestur er nú liðinn fyrir úthlutun núverandi vorannar en áætlað er að úthlutunar fari fram á komandi sumar- og haustönn. Í boði eru tólf sæti, sem er þó hægt að deila á milli fleiri aðila. Hægt er að sækja um aðstöðuna hér.